Cart 0

Skilmálar

Pantanir og afhending

Ókeypis sendingarkostnaður virkjast sjálfkrafa þegar verslað er fyrir ákveðna lágmarks upphæð.
Kostnaður við aðrar sendingar er tilgreindur við pöntun. Einnig er hægt er að haka við að sækja vörur í verslun. Hægt er að fá heimsent á Seyðisfirði sé þess óskað í síma: 8999429.
Frí heimsending eftir lágmarks upphæð á aðeins við um viðskipti innanlands.

Stefnt er að því að vörur séu afhentar eða sendar úr verslun samdægurs eða næsta virka dag eftir að greiðsla hefur borist.
Afgreiðsla húsgagna getur tekið aukadag.
Sendingar skila sér yfirleitt á 2-4 dögum með hefðbundnum þjónustuaðilum – með fyrirvara um að Fjarðarheiði sé fær!
Sé vara ekki til á lager, verður haft samband við kaupanda og varan endurgreidd.

*Sérpantanir*
Að versla sérpantanir á heimasíðunni er sama ferli og þegar aðrar vörur eru keyptar, varan er sett í körfuna og gengið frá greiðslu. Afgreiðslutími getur verið 4-6 vikur og jafnvel lengri í þeim tilvikum sem vara er ekki væntanleg á markað frá birgja fyrr en síðar á árinu. Í þeim tilvikum verður haft samband við viðskiptavini og farið yfir stöðuna.
Sé vara ekki lengur fáanleg á lager erlendis verður varan endurgreidd að fullu.
Vörum sem eru sérpantaðar fæst hvorki skilað né skipt.

Greiðslumöguleikar

Í vefverslun Gullabúsins er hægt að greiða með debetkortum (nýja týpan) og kreditkortum (MasterCard/Visa), í gegnum PEI eða með millifærslu.
Velji viðskiptavinur að greiða með millifærslu, er greitt inn á bankareikning Gullabúsins (0305-26-121212, kt. 581006-0470) innan sólarhrings eftir að pöntun hefur átt sér stað.
Mikilvægt er að senda staðfestingarpóst á gullabuid@gullabuid.is.
Ath. vara er ekki send af stað fyrr en millifærsla hefur verið staðfest.

Skilaréttur

14 daga skilafrestur er á vörum í verslun okkar. Skilyrði er að varan sé óskemmd og í upprunalegum umbúðum (þegar það á við) og kvittun fylgi (kvittun er send í tölvupósti). Vörum sem eru sérpantaðar fæst hvorki skilað né skipt.
Viðskiptavinur greiðir sendingarkostnað kjósi hann að skila vöru, nema um gallaða vöru sé að ræða. Hægt er að hafa samband í síma 899-9429 vegna vöruskila.

Vörur og verð

Í Gullabúinu er afar fjölbreytt vöruúrval en takmarkaður fjöldi er af hverri vöru, því takmarkast framboð í vefverslun við birgðastöðu í búinu hverju sinni. Verð á vefsíðu eru birt með fyrirvara um prentvillur. Við áskiljum okkur þann rétt að breyta verðum fyrirvaralaust. Öll verð eru gefin upp með virðisaukaskatti.

Frí heimsending ef verslað er fyrir 10.000 kr Dismiss