Cart 0

Gullabúið -hamingja fyrir heimili

Gullabúið er sannkölluð gullkista fyrir þá sem vilja færa heimilinu smá skvettu af hamingju og upplifa um leið huggulega fortíðarstemmningu í einstakri og fallegri búð. Þar má finna fjölbreytta hönnun, handbragð, húsmuni & húsgögn, í bland við gersemar með fortíð.
Búið hefur verið starfrækt í Norðurgötunni (regnbogagötunni) á Seyðisfirði frá árinu 2013 og er því afar gleðilegt að fagna
5. starfsárinu með opnun glæsilegrar vefverslunar!

Í Gullabúinu er afar fjölbreytt vöruúrval en takmarkaður fjöldi er af hverri vöru, því takmarkast framboð í vefverslun við birgðastöðu í búinu hverju sinni. Vöruúrvalið mun aukast hratt – vafrið því við, oftar en sjaldnar!

Verið velkomin í Gullabúið!
Bestu kveðjur,
Maggý

Frí heimsending ef verslað er fyrir 10.000 kr Dismiss